Boxið er netverslunarkerfi fyrir vef og app. Við bjóðum upp á einfalda verðskrá og mikla samþættingu.

Hafðu samband
Skipholti 33
Bakhús
105 Reykjavík
hafdusamband@boxid.is

Samfélagsmiðlar

Vörur í áskrift

Tryggðu þér framtíðartekjur og seldu vörur í áskrift. Með Boxinu getur þú
sett upp áskriftarþjónustur sniðnar að þínum kröfum á einfaldan hátt.

Aðlagaðu áskriftir að þínum þörfum

Tíðni

Möguleikar í áskriftartíðni eru misjafnir eftir tegund af vöru, markhópi og markaðssvæði. Matarpakkaþjónusta myndi vilja senda vörur einu sinni í viku á meðan snyrtivöruáskrift myndi senda sínar vörur á mánaðarfresti.

Þú getur boðið upp á áskriftarvörur með þeirri tíðni sem þú vilt. Einu sinni í viku, aðra hvora viku, einu sinni í mánuði eða 3 mánaða fresti. Þú ræður því og stillir í Boxinu á einfaldan hátt. Auk þess getur þú bætt við fleiri tíðnimöguleikum eða tekið þá út, allt eftir þínum hentugleika.

Boxið býður uppá möguleika sem henta þér og þínum viðskiptavinum.

Hlé og hætta

Viðskiptavinir vilja geta haft möguleika á því að gera hlé á áskriftarþjónustu t.d. yfir sumartímann eða vegna annara ástæðna. Á þetta sérstaklega við vörur sem hafa stuttan líftíma eins og matvörur.

Minnkaðu álag á þjónustuborðinu án þess að missa viðskiptavini úr áskrift. Með Boxinu geta viðskiptavinir gert hlé á áskriftinni og sett hana aftur í gang sjálfir.

Ekki tapa áskriftartekjum með ósveigjanlegu áskriftarkerfi. Boxið er með lausnir sem henta þér og þínum viðskiptavinum.

Breyta

Viltu bjóða viðskiptavinum að geta breytt áskriftinni sinni? Auka tíðni eða stækka pakkann? Viltu hefja markaðsherferð sem stefnir að því að stækka áskriftir?

Þú getur boðið viðskiptavinum að breyta áskriftum í einfaldri valmynd á sínu heimasvæði. Bæði minnkar þetta álag á þjónustuborðinu þínu og gefur þér tækifæri á því að auka tekjur í gegnum áskrift.

Afslættir og greiðslur

Með því að bjóða upp á betri kjör í áskrift eru meiri líkur á því að þú náir að tryggja fleiri viðskiptavini í áskrift.

Með Boxinu getur þú á einfaldan hátt sett upp afsláttarreglur fyrir áskriftir. Bjóddu til dæmis 5% afslátt fyrir 3 mánaða áskrift og 10% aflátt fyrir 6 mánaða áskrift. Eða 20% afslátt ef heilt ár er greitt fyrirfram.

Gerðu áskriftir að betri hagstæðari kosti fyrir viðskiptavini þína og færðu netversluninni þinni tryggari tekjur yfir lengra tímabil með Boxinu.

Boxið er einnig samþætt ýmsum greiðsluþjónustum sem sérhæfa sig í áskriftarinnheimtum.

Boxið er samþætt við eftirfarandi áskriftar greiðsluþjónustur

Hafðu samband

Ef þú ert ekki viss eða vilt nánari upplýsingar
hafðu þá samband og við leiðum þig í sannleikann.