BOXIÐ - Spurningar og svör

HVAR AFHENDIÐ ÞIÐ VÖRURNAR?

BOXIÐ.is keyrir vörur heim að dyrum viðskiptavina hvort sem er á heimili eða vinnustað í Reykjavík (fyrir utan Kjalarnes), Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.
Ef þú býrð í blokk þá komum við alla leið upp að íbúðinni þinni.


Athugið að bílstjórar mega ekki koma inn á heimili og veita aðra aðstoð en að afhenda vöru BOXIÐ við dyrnar.

Bílstjórar mega ekki fjarlægja aðra kassa en þá sem hafa verið notaðir í afhendingar frá BOXIÐ.is.


HVAÐ EF ÉG ER EKKI HEIMA ÞEGAR SENDING KEMUR?

Ef ekki er hægt að taka við vörunni í afhendingarhólfinu og ekki er hægt að skilja vöruna eftir þá verður farið með hana í vöruhúsið og vörukaupin bakfærð en alltaf er rukkað heimsendingargjald 1.490 óháð því hvort vörukaup hafi farið yfir 10.000 kr.
Ef þú sérð fram á það að geta ekki tekið við sendingunni þá hvetjum við þig til að láta vita og við finnum nýjan afhendingar tíma og forðumst óþarfa sendingakostnað. Sendu póst á hjalp@boxid.is og við finnum nýjan tíma.


HVAÐ KOSTAR HEIMSENDINGIN?

Heimsending á höfuðborgarsvæðinu kostar 1.490 kr. Ef heildarupphæð vörukaupa fer yfir 10.000 þá fellur heimsendingargjaldið niður.


SENDIÐ ÞIÐ UTAN HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS?

Að svo stöddu sendum við ekki utan höfuðborgarsvæðisins en stefnt er að því að bæta úr því fljótlega.


GET ÉG SKILAÐ VÖRU?

Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá því að pöntun er gerð svo lengi sem að varan er í upprunalegu söluástandi. Kaupandi skal bera kostnað af því að skila vörunni til seljanda og endurgreiðir seljandi vöruna án kostnaðar eins fljótt og auðið er en eigi síðar en 30 dögum eftir endursendingu skv. 8. gr. laga númer 46 frá árinu 2000. Sjá nánar lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga


GET ÉG BORGAÐ MEÐ DEBETKORTI?

Já BOXIÐ.is tekur við debetkortum. Ný tegund debetkorta sem bankarnir gáfu út sumarið 2016 er með 16 stafa kortanúmer framan á sér sem hægt er að nota til að versla á netinu. Fáðu nánari upplýsingar hjá þínum viðskiptabanka.


VARAN MÍN ER GÖLLUÐ – HVAÐ GERI ÉG?

Sendu tölvupóst á boxid@boxid.is með pöntunarnúmeri og segðu okkur betur frá því hvernig varan er gölluð.


AFHVERJU ER EKKI HÆGT AÐ HRINGJA Í BOXIÐ.IS?

BOXIÐ er netverslun og til að lágmarka kostnað og geta boðið upp á samkeppnishæf verð þá er einungis hægt að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst eða í gegnum vefsíðuna. Við kappkostum við að afgreiða allar fyrirspurnir sem fyrst og leysa úr öllum vandamálum sem upp geta komið. Hægt er að hafa samband með tölvupósti til boxid@boxid.is eða í gegnum samfélagsmiðla. Við erum alltaf að fylgjast með og svörum um leið og tækifæri gefst.


ÉG ÞARF AÐ BREYTA PÖNTUNINNI, HVAÐ GERI ÉG?

Sendu okkur tölvupóst boxid@boxid.is með pöntunarnúmeri og hverju þú vilt breyta. Ef pöntunin er ekki farin út úr húsi þá er lítið mál að breyta henni.


ERU GREIÐSLUKORTAUPPLÝSINGARNAR MÍNAR ÖRUGGAR?

Já greiðslukortaupplýsingarnar þínar eru öruggar. BOXIÐ.is geymir engin greiðslukortanúmer heldur eru þau geymd á öruggum vefþjónum Borgunar. BOXIÐ.is er PCI vottað og öll samskipti eru SSL dulkóðuð.Sérðu ekki svar við þinni spurningu? Sendu póst á hjalp@boxid.is og við svörum þér eins fljótt og auðið er.