BOXIÐ - skilmálar

BOXIÐ.is er rekið af Boxið verslun ehf. kt. 530616-0450 með aðsetur í Reykjavík. Félagið er skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattsjóra og í virðisaukaskrá með númerið 125396.


Aðgangsupplýsingar:

BOXID.IS geymir notendaupplýsingar á öruggum vefþjónum. Notendur mega ekki gefa þriðja aðila aðgangsupplýsingar sínar. BOXIÐ vekur athygli á að greiðslukortaupplýsingar notenda eru tengdar notendaaðgangi og ber ekki ábyrgð á misnotkun ef notandi hefur deilt aðgangsupplýsingum sínum með þriðja aðila.
Greiðslukortaupplýsingar eru geymdar á öruggum vefþjónum Borgunar og geymir BOXIÐ.is eða vefsíður á vegum Boxið verslunar ehf. engar greiðslukortaupplýsingar.


Meðferð persónuupplýsinga:

BOXID.is fer eftir lögum númer 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.


Tölvupóstar og markaðsefni:

Með því að nýskrá sig samþykkir notandi að taka á móti markaðsefni í gegnum tölvupóst frá BOXINU. Einungis verður sendur markaðspóstur á vegum BOXINS og upplýsingar um notendur verður ekki deilt með þriðja aðila.


Vöruskil:

Í vöruskilum fer BOXID.is eftir 8. gr. laga númer 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ber kaupandi kostnað af því að endursenda vöruna og verður hún að vera í söluhæfu ástandi.